Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2013 | 16:45

Evróputúrinn: Ricardo Santos leiðir á Qatar Masters eftir 1. dag

Sir Henry Cotton nýliði ársins 2012 á Evrópumótaröðinni, Portúgalinn Ricardo Santos, er efstur á Qatar Masters, sem hófst í Doha í dag.

Santos kom í hús á 7 undir pari, 65 höggum. Hann fékk 8 fugla, 9 pör og 1 skolla á hringnum.

Hinn 30 ára Santos, sem er frá Faro sagði eftir hringinn góða í dag: „ Stutta spilið mitt var virkilega ótrúlegt. Ég fékk mikið sjálfstraust í síðustu viku, en ég vil ekki setja mig undir meiri pressu – ég vil bara njóta.“

„Að verða nýliði árs gaf mér mikið sjálfstraust fyrir þetta keppnistímabil. Ég æfi mikið til þess að leikurinn verði stöðugri og það er markmiðið fyrir þetta keppnistímabil og bara að hafa gaman af þessu.“

Öðru sætinu aðeins höggi á eftir Santos deila þeir: Alexandre Kaleka frá Frakklandi, Englendingurinn Anthony Wall og Peter Whiteford frá Skotlandi.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: