Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2013 | 08:15

Graeme McDowell leikur í Srixon auglýsingu

Það er enginn eins og Graeme McDowell, eða hvað?

Af myndinni að dæma sem fylgir þessari frétt hér að ofan mætti ætla að GMac ætti sér tvífara. En McDowell er ekki að keppa í Qatar og var ekki með þar áður í Abu Dhabi, þannig að myndin var tekin á hvorugum staðnum.

Það sem GMac er að dunda sér við þessa dagana er að leika í nýrri Srixon auglýsingu ásamt Keegan Bradley. Þar birtist raunverulegur tvífari hans, en ekki Yasser Arafat heitinn, sem er á myndinni að ofan.

Raunverulegur tvífari GMac birtist á myndinni hér að neðan, sem var tekin við tökur á auglýsingunnni, fyrir viku síðan, en á henni má sjá Graeme ásamt áhættuleikaranum sem leikur hann.

Graeme McDowell og tvífarinn við tökur á Srixon auglýsingunni

Graeme McDowell og tvífarinn við tökur á Srixon auglýsingunni

Það verður spennandi að sjá nýju auglýsinguna með þeim GMac og Bradley!