Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2013 | 18:20

Leikmenn MANU fylgjast með á Qatar Masters

Það er kunnara en frá þurfi að segja að golfíþróttin á sér marga aðdáendur meðal atvinnumanna í knattspyrnu og öfugt atvinnukylfingar a.m.k. í Evrópu eiga sér oft uppáhaldsknattspyrnulið sem þeir fylgjast með.

Í dag voru leikmenn Manchester United að fylgjast með stjörnunum sem keppa á Qatar Masters.

Þetta voru þeir Wayne Rooney, Ryan Giggs, Paul Scholes og Rafael og Nick Powell.

Leikmenn MANU eru við æfingar í Doha og hafa eflaust tekið því fegins hendi að geta dreift huganum og slappað aðeins af með því að horfa á golf!