Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2013 | 11:00

GSE: Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs haldinn fimmtudaginn 31. janúar n.k. að Flatarhrauni 3, kl. 20:00

Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs 2013 verður haldinn fimmtudaginn 31. janúar 2013 að Flatahrauni 3, Hafnarfirði, í sal félags eldri borgara í Hafnarfirði (Hraunsel).

Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á s.l. ári.

3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.

4. Stjórnarkosning.

5. Kosning tveggja endurskoðenda.

6. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í þau samtök sem Golfklúbburinn Setberg er aðili að.

7. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2013.

8. Önnur mál.

Stjórn Golfklúbbsins Setbergs.