Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 17:55

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Chie Arimura (23. grein af 27)

Í kvöld verður fjallað um japönsku stúlkuna Chie Arimura, sem deildi 5. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LPGA á Daytona Beach dagana 28. nóvember – 2. desember 2012.  Hin sem varð í 5. sæti, Lisa McCloskey, hefir þegar verið kynnt. Chie Arimuna er fædd 22. nóvember 1987 og því 25 ára.  Hún er nr. 20 á Rolex-heimslista kvenna og var hæst „rönkuð” þeirra sem tóku þátt í lokaúrtökumótinu.  Heima í Japan hefir hún sigrað 13 sinnum á japönsku LPGA. Og í Japan á Chie heima í Kuamamoto. Chie gerðist atvinnumaður 2006 og hefir spilað á nokkrum mótum LPGA, en besti árangur hennar hingað til er T-5 árangur í Mizuno Classic árið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru Sjöfn Har og Brynja Sigurðardóttir. Sjöfn er fædd 25. janúar 1953 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Brynja er fædd 25. janúar 1993 og á því 20 ára afmæli í dag. Brynja er klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar 2012. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Sjøfn Har (60 ára – Innilega til hamingju!!!) Brynja Sigurðardóttir (20 ára – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  William Thomas Andrade, 25. janúar 1964 var í Wake Forest (49 ára);  Lynnette Teresa Brooky, 25. janúar 1968 (45 ára);  Laura London, 25. janúar 1980 (33 ára)   …… Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 15:30

GK: Þorrablót í kvöld hjá Golfklúbbnum Keili

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 14:00

17 mánaða snáði slær golfbolta af miklum móð! – Myndskeið

Hann er bara 17 mánaða litli stubburinn í meðfylgjandi myndskeiði sem slær golfboltana sína (reyndar borðtenniskúlur) af miklum móð með plastkylfunni sinni. Hann skríkir af kátínu og sveiflan er bara alveg mögnuð hjá svona litlu kríli. Hann er aðeins farinn að tala og segir  ball og wall (bolti og veggur) til skiptis og er yfir sig ánægður þegar fleiri boltum er rúllað í áttina til hans svo hann geti slegið í þá! Já, það má með sanni segja að þessi hafi spilað golf áður en hann gat talað!!! Buxurnar renna niður þegar leikar standa sem hæst, en hver er að fást um svoleiðis smáatriði í miðjum golfleik? Þeir eru alltaf að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 13:30

Evróputúrinn: Chris Wood leiðir fyrir lokahringinn á Qatar Masters

Það er Englendingurinn Chris Wood sem tekið hefir forystu á Commercial Bank Qatar Masters mótinu. Wood er búinn að spila á samtals 15 undir pari,  201 höggi (67 70 64) og átti glæsihring í dag upp á 8 undir pari, 64 högg. Á hringnum góða fékk Wood 1 örn, 7 fugla, 9 pör og 1 skolla. Öðru sætinu, 3 höggum á eftir Wood deila þeir Simon Kahn frá Englandi, Michael Campbell frá Nýja-Sjálandi og Svíinn Alexander Noren, allir á samtals 12 undir pari, 204 höggum, hver. Branden Grace og Sergio Garcia deila síðan 5. sætinu á samtals 11 undir pari, hvor. Thorbjörn Olesen deilir 7. sætinu ásamt 3 öðrum, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 12:00

Minning um kylfing – Þorberg Ólafsson

Akureyringurinn og heiðurskylfingurinn Þorbergur Ólafsson lést 17. nóvember á síðasta ári. Hann hefði orðið 62 ára í dag, en Biggi eins og hann var alltaf kallaður af fjölskyldu og vinum var fæddur 25. janúar 1951. Biggi var eins og svo margir af Hallgilsstaðafólkinu mikill hagyrðingur og eru fáir sem sóttu um inngöngu í golfklúbb með eins miklum glæsibrag og Biggi gerði fyrir 26 árum þegar hann sótti um inngöngu í Nesklúbbinn á Seltjarnarnesi 1987.  Hér fer inntökubeiðni Bigga: Áhuga ég hef á því og harla gaman þætti Nesklúbbinn að ganga í gjarnan ef ég mætti.   Nákvæmur og natinn er nærgætinn og glaður Í stuttu máli stæltur ver stór og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 11:30

GSG: Sigríður Erlingsdóttir kjörin formaður – 60 manns sóttu aðalfund

Aðalfundur GSG sem fram fór 23. janúar s.l lofar góðu um komandi golfvertíð. Nýr formaður, Sigríður Erlingsdóttir tók við um leið og Sigurjón Gunnarsson lauk sínu formannsstarfi. Sigríður átti sæti í fráfarandi stjórn, en gegndi þar stöðu ritara stjórnarinnar. Þrír voru í framboði til embættis formanns GSG. Rúmlega 60 félagar sóttu fundinn og verður það að teljast góð þátttaka í ekki stærra félagi. Nokkrar aðrar breytingar urðu á stjórn GSG; þannig gengu Kristinn Jónsson og Skafti Þórisson úr stjórn og nýir stjórnarmenn sem við taka af þeim eru þeir Torfi Gunnþórsson og Jónatan Már Sigurjónsson. Varamenn í nýju stjórninni eru Atli Þór Karlsson og Skafti Þórisson sem koma í stað  Sigríðar Erlingsdóttur og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 10:50

PGA: Nær Mike Weir niðurskurði í dag?

Kanadíski kylfingurinn Mike Weir gæti náð niðurskurði í fyrsta sinn síðan 2011 á Farmers Insurance Open í dag, en mótið hófst í gær. Síðast komst Weir í gegnum niðurskurð í móti á AT&T National 2011 og hefir nú spilað í 18 mótum án þess að vera fyrir ofan niðurskurðarlínuna. Erfiðleika Weir má rekja til meiðsla í hægri olnboga, sem hann var skorinn upp við í ágúst 2011. Endurkoman og batinn hafa einfaldlega verið hæg. Áratugur er síðan Mike Weir sigraði á Masters, 2003, en nú í byrjun  árs er Weir ekki einu sinni á meðal efstu 1500 á heimslistanum. Eftir hring upp á 66 högg á Norðurvelli Torrey Pines er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 10:00

LPGA: Nýju 8-liða móti – The International Crown – hleypt af stokkunum – Myndskeið

Þessa dagana fer fram í Orlando, Flórída, PGA sölusýningin. LPGA kynnti þar nýja liðakeppni The International Crown, þar sem 4-manna lið frá 8 þjóðum, munu keppa um heimstitilinn, líkt og í Solheim Cup, nema þátttakendur eru ekki bara frá Evrópu og Bandaríkjunum og lið með kylfingum eins og Yani Tseng og Na Yeon Choi fá að keppa, þ.e. lið frá Suður-Kóreu og Taíwan.  Na Yeon Choi segir m.a. í myndskeiði, sem fylgir með hér að neðan að hún hafi alltaf verið öfundsjúk að fylgjast með Solheim Cup, en nú fengju hún og fleiri kylfingar, sem stæðu utan við þá keppni, sína eigin. Mótið fer fyrst fram 24.-27. júlí í Caves Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 09:45

PGA: Snedeker og Choi leiða á Farmers Insurance Open – hápunktar og högg 1. dags

Það eru Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker og KJ Choi frá Suður-Kóreu sem eru í forystu eftir 1. dag á Farmers Insurance Open, en mótið hófst í gær. Báðir komu þeir í hús á 7 undir pari, 65 höggum.  Snedeker var með „hreint skorkort” þ.e. 7 fugla og 11 pör, en KJ með 8 fugla, 9 pör og 1 skolla. „Það er skrítið, þegar maður lítur yfir alla golfvellina sem maður ætti að spila vel á þá er þessi ekki einn af þeim,” sagði Snedeker m.a. eftir hringinn góða. „Þetta er langur, erfiður völlur, með miklu röffi og maður þarf að slá mörg járnahögg. Styrkleiki minn eru drævin og púttin, þannig að Lesa meira