
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Estanislao Goya – (25. grein af 28)
Hér í kvöld verður kynntur 3. kylfingurinn sem deildi 4. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfvöllunum í Girona á Spáni 24.-29. nóvember 2012, með þeim Moritz Lampert og Peter Erofejeff, sem þegar hafa verið kynntir. Það var argentínski kylfingurinn Estanislao Goya.
Estanislao Goya fæddist 1. júní 1988 í Cordóba í Argentínu og verður því 25 ára á árinu. Í Argentínu er Tano eins og hann er kallaður félagi í El Potrerillo de Larreta golfklúbbnum. Tano gerðist atvinnumaður í golfi 2007 þ.e. fyrir 6 árum þá 18 ára og komst strax í gegnum Q-school Evrópumótaraðarinnar, 2007.

F.v.: Daniel Schäfer, CEO Seacloud Cruises og kærestuparið Carly Booth og Tano Goya, á Zürich Open 2012.
Til þess að halda spilaréttindum sínum á Evrópumótaröðinni 2013 varð hann hins vegar að fara aftur í Q-school Evrópumótaraðarinnar þar sem hann varð í 123. sæti Race to Dubai stigalistans. Tano byrjaði árið 2012 vel en dalaði eftir því sem leið á árið.
Tano sló í gegn 2009 þegar hann vann fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni þ.e. á Madeira Islands Open BPI í Portúgal, þar sem hann tók sigurtékkann upp á €116,660.
Hann sigraði á peningalista Tour de las Americas 2008 aðeins 20 ára. Hann vakti fyrst athygli á sér árinu áður 2007 þegar hann vann Tour de las Americas Q-School með 9 höggum, og sló við 32 ára gömlu vallarmeti Johnny Miller á Bonaventure Country Club í Florida með frábærum hring upp á 61 högg. Hann fygldi þeim árangri eftir í 3. móti sínu á Áskorendamótaröð Evrópu þ.e. 77° Abierto VISA del Centro 2008 presentado por Personal.
Tano er kærasti skosku LET-stjörnunnar Carly Booth.
Lesa má allt nánar um Tano Goya með því að fara á heimasíðu hans með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024