Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2013 | 15:55

Evróputúrinn: Kaymer, Garcia, Santos og Fraser leiða þegar Qatar Masters er hálfnað

Það eru fjórir sem deila forystunni þegar Qatar Masters er hálfnað: Martin Kaymer, Sergio Garcia, Ricardo Santos og Marcus Fraser.

Allir eru þeir búnir að spila á 9 undir pari, samtals 135 höggum; Fraser (68 67); Kaymer (68 67), Garcia (69 66) og Santos (65 70) .

Fimmta sætinu deila fimm aðrir kylfingar þ.á.m. danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen aðeins 1 höggi á eftir forystunni.

Það er því aðeins 1 högg sem skilur að 1 og 9. sætið og hörkuspennandi keppni framundan næstu tvo daga um efsta sætið og eins á morgun um það hver nær niðurskurði en skorið er niður eftir 3 hringi.

Til þess að sjá stöðuna á Qatar Masters þegar mótið er hálfnað SMELLIÐ HÉR: