Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2013 | 21:30

PGA: Bubba Watson ekki með í Torrey Pines

Í kvöld hefst Farmers Insurance Open mótið á Torrey Pines í La Jolla, Kaliforníu.

Sigurvegari Masters mótsins 2012, Bubba Watson hefir dregið sig úr mótinu vegna veikinda.

Veikindi hafa verið að hrjá Watson-fjölskylduna og er Angie, kona Bubba líka veik.

„Ég dró mig úr mótinu í morgun, hef ekki orku til að spila golf,“ tvítaði Watson. „Mér líður alveg eins og á Maui,“ en Bubba var þegar orðinn slappur á fyrstu mótum PGA í Hawaii fyrr í mánuðnum.

Billy Mayfair tekur sæti Bubba í mótinu.