Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2013 | 09:30

PGA: Þoka setti strik í reikninginn á 3. hring Farmers Insurance Open – Þokan hefir engin áhrif á Tiger – til í slaginn í dag!

Þriðji hringur á Farmers Insurance Open var fluttur til dagsins í dag vegna þykkrar þoku og 3 metra skyggnis í gær.

Hefja á leik snemma dags í dag og er ætlunin er að spila 3. hring og eins mikið af 4. hring og mögulegt er og ef einhverjir eiga eftir að klára hringi sína, ljúka leik mánudagsmorgun.

Aðeins nokkrir hófu leik í gær en urðu frá að hverfa vegna þokunnar. Keppendur skemmta sér við það að fara aukaferðir á hlaðborðið eða slá brelluhögg á æfingasvæðinu.

Tiger, efsti maður mótsins, á 11 undir pari samtals,  mætti ekki einu sinni á svæðið en lætur þokuna og tafirnar af völdum hennar ekki fara í taugarnar á sér.

Sex-faldur sigurvegari (Tiger) á Torrey Pines sagði þannig í gær: „Ég hef verið hér nógu lengi til þess að vita að þetta er hluti af leiknum. Ég verð tilbúinn í slaginn á morgun (þ.e. í dag).“