
PGA: Tiger trónir á toppnum þegar Farmers Insurance Open er hálfnað – Hápunktar og högg 2. dags
Tiger Woods átti frábæran 2. hring á Farmers Insurance Open – 7 undir pari, 65 högg og leiðir nú mótið með 2 högga forskot á þann sem næstur kemur.
Tiger er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (68 65). Tiger fékk m.a. glæsiörn á 18. holu Norðurvallarins, en auk þess 6 fugla, 10 pör og 1 skolla. Um skeið á hringnum í gær glitti í „gamla Tiger“ og snilldartakta horfinna tíma, í rigningunni í La Jolla.
Í 2. sæti 2 höggum á eftir Tiger er Billy Horschel, á samtals 9 undir pari, 135 höggum (66 69). Sjá má kynningu Golf 1 á Horschel með því að SMELLA HÉR:
Sex kylfingar deila 3. sætinu, þ.á.m. tvöfaldi hjartaþeginn Erik Compton; allir á samtals 8 undir pari hver, 3 höggum á eftir Tiger. 75
Mike Weir komst í gegnum niðurskurð er T-41 þrátt fyrir slakan hring upp á 75 högg til að fylgja eftir frábærum hring hans fyrsta daginn upp á 66 högg, sem kom honum í 2. sætið, 1. daginn – en engu að síður áfangasigur – fyrsta skiptið í 18 spiluðum mótum að Weir tekst að komast gegnum niðurskurð!!!
Aðrir voru ekki eins heppnir og Weir og spila ekki um helgina en meðal þeirra eru: Jhonattan Vegas, Scott Stallings (með hring upp á 78 eftir 66 högga fyrri hring!!!); Camilo Villegas; David Lingmerth; John Daly; Ryo Ishikawa, Keegan Bradley og Geoff Ogilvy.
Til þess að sjá stöðuna á Farmers Insurance Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 2. dags á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open