Viðtalið: Helgi Birkir Þórisson, GSE
Viðtalið í kvöld er við mikla landsliðskempu okkar Íslendinga, sem hefir staðið sig vel í opnum mótum undanfarið. Þannig spilaði hann Kirkjubólsvöll í Sandgerði á 1 undir pari, 12. janúar s.l. og vann höggleikshluta Janúarmóts GSG. Hér fer viðtalið við Íslandsmeistarann í holukeppni 1999.
Fullt nafn: Helgi Birkir Þórisson.
Klúbbur: Golfklúbburinn Setberg.
Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavík, 31. júlí 1975.
Hvar ertu alinn upp? Í Keflavík.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Kvæntur og tveggja barna faðir. 12 ára drengurinn tekur í kylfurnar annað slagið. Hann verður öflugur fótboltamaður og stefnir ótrauður langt.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Við 11 – 12 ára aldur.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Gerða Halldórsdóttir, amma vinar míns, sá til þess taka okkur út í Leiru.
Hvað starfar þú / Ertu í námi ef svo er hvaða? Ég starfa hjá Isavia.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Hvort tveggja er spennandi.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Ég er holukeppnismaður.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Elska klúbbinn minn Setbergið og skemmtilegasti völlurinn er Vestmannaeyjar.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Get eiginlega ekki gert upp á milli margra góðra valla, en ef ég á að nefna einhverja þá eru það Sporting Club Berlin, St. Andrews, Turnberry, Sotogrande, Saujana o.fl.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Troia golf í Portúgal, mjög skemmtilegur völlur, krefjandi og sérstaða hans var sandurinn sem lá um völlinn allan og líka milli brauta.
Hvað ertu með í forgjöf? 0.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? -9 Leiran.
Hvert er lengsta drævið þitt? Vel á fjórðahundrað metra.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að hafa endað í 4. sæti í Evrópumóti liða ásamt fleirri frábærum kylfingum og að eiga besta árangur Íslands í fjögurra manna liði á heimsmeistaramóti í golfi. Sjálfsagt vilja einhverjir meina að okkar árangur á HM hafi verið bættur? Skil ekki hvernig menn fá það út? Nú eru send þriggja manna lið á heimsmeistaramót og fólk ætti að sjá að erfiðara er að ná svona árangri þegar þrír telja í stað tveggja? Ekki rétt?
Hefir þú farið holu í höggi? NEI.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Yfirleitt banana, vatn og brauð.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já mörgum.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn er nautalund; uppáhaldsdrykkurinn er vatn; uppáhaldstónlistin: rokk; uppáhaldstónlist&kvikmynd: get ekki gert upp á milli fjölda meistaraverka.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kvk: Suzann Pettersen og Kk.: Louis Oosthuizen ( snildar hreyfingar og mikill fagurleiki í gangi þar.
Hvert er draumahollið? Góð samverustund vina minna er það sem mig þykir vænst um í dag.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Wilson kylfur og wedge-ar. Tour Edge 3 tré og hálviti, Cobra driver og Odyssey pútter. Uppáhaldskylfa er svínheitur pútterinn.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, nokkrum.
Ertu hjátrúarfullur? Nei.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Að njóta þess að spila vel og vinna sem flest mót. Líða vel og sjá börnin vaxa og dafna.
Hvað finnst þér best við golfið? Skemmtilegur félagsskapur og góðir félagar.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Líklega 40 % þar sem ég spila ekki það mikið nú til dags.
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Að fólk borði vel áður en haldið á völlinn. Já, finni sér skipulagðan kennara sem það treystir 100% og setji sér raunhæf markmið í samráði við kennara sinn, fylgi æfingaáætlun með það að markmiði að verða betri. Njóti útiverunar og góðs félagsskaps.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024