Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2013 | 11:00

Eru Tiger og Lindsey Vonn saman? Í fréttatilkynningu Vonn neitar hún sambandinu ekki

Slúðurfjölmiðlar hafa staðhæft að kylfingurinn Tiger Woods og skíðadrottningin bandaríska Lindsey Vonn eigi í rómantísku sambandi. Tiger er nýorðinn 37 ára (f. 30.12.1975)  en Lindsey nýorðin 28 ára (f. 18.10.1984) og því 9 ára aldursmunur á þeim.

Lindsey Vonn

Lindsey Vonn

Sú saga gekk fjöllunum hærra að þau væru að draga sig saman þannig að fréttafulltrúi Lindsey, Lewis Kay, sendi frá sér fréttatilkynningu sem gerir lítið til að slökkva elda orðrómsins. Í fréttatilkynningunni sagði m.a.: „Lindsey er nú í miðri heimsbikarkeppni í Evrópu. Hún einbeitir sér eingöngu að því að keppa og verja titla sína og mun ekki taka þátt í neinum vangaveltum um einkalíf sitt á þessari stundu.“

Mörgum þykir sem einfalt „nei, ég er ekki með honum,“ hefði eytt öllum vangaveltum; en þar sem Lindsey neitar ekki sambandinu við Tiger, hefir það kynnt undir fremur en slökkt á öllu slúðri.

Það mun eflaust líða nokkur tími þar til sannleikurinn í málinu liggur fyrir – ekki að það komi nokkrum við með hverri Tiger eða hverjum Lindsey eru þá og þá stundina!

En fyrir þá sem hafa áhuga...

Captain Wag hluti Huffington Post hefir fjallað mikið um hugsanlegt samband Woods og Vonn s.s. sjá má í myndskeiði sem fjölmiðlarisinn hefir sett saman (sjá hér að neðan). Í umfjöllun þeirra kemur m.a. fram að Tiger og Lindsey hafi m.a. hittst í Vail, Colerado, þar sem bróðir Lindsey kenndi börnum  Tiger á skíði. Eins voru þau saman á Antigua og nú síðast í Salzburg, Austurríki en Tiger kom þar við (eftir að því er margir álíta nú flýtta för frá Abu Dhabi til þess að geta verið með Lindsey, sem er við skíðaæfingar í Salzburg). Nokkuð undarlegt að fljúga frá Abu Dhabi  til Salzburg í Austurríki… þar sem einmitt Vonn er!  Af hverju ekki bara London og heim eða taka beina flugið frá Madrid til  Miami?

Captain Wag staðhæfir ennfremur að enginn fótur sé fyrir sambandi Tiger og Elinar Nordegren fyrrum eiginkonu hans s.s. slúðurblaðið National Enquirer sló fram fyrr í mánuðnum.

Sjá má  myndskeiðið/n frá Huffington Post (Captain Wag) með því að  SMELLA HÉR:  

(Ps.: Ef skrollað er neðar á síðuna með Captain WAG myndskeiðinu má sjá nokkrar fallegar myndir af Lindsey Vonn).