
Evróputúrinn: Chris Wood sigraði á Qatar Masters
Englendingurinn Chris Wood sigraði svo sannarlega á lokametrunum í Commercial Bank Qatar Masters, með því að fá örn á 18. holuna.
Örninn tryggði honum 1 höggs sigur á George Coetzee frá Suður-Afríku og Sergio Garcia frá Spáni sem deildu 2. sæti á samtals 17 undir pari, hvor.
Chris Wood var á samtals 18 undir pari, 270 höggum sléttum (67 70 64 69). Skorkortið hjá Wood var ansi skrautlegt en hann byrjaði illa fékk skramba á 3. holuna og skolla á 6. holuna. Hann tók þetta aðeins aftur með 4 fuglum og 11 pörum, en 1 undir hringur dugði ekki til þess að knýja fram sigur. Það var því örninn á 18. sem réði úrslitum og stuðlaði að 1 högga sigri Wood!!!
Þetta er 1. sigur Wood á Evrópumótaröðinni en hann hefir nokkrum sinnum landað 2. sætinu og verið meðal topp-10. Eftir hringinn sagði Chris sem er nýorðinn 25 ára m.a.: „Það er gríðarlegu fargi lyft af mér. Mér finnst eins og ég geti haldið áfram og sigrað fleiri (mót).“
Englendingurinn Steve Webster og Alex Noren frá Svíþjóð deildu 4. sætinu á 13 undir pari. Wood, Garcia og Coetzee höfðu því nokkuð forskot á aðra keppendur.
Branden Grace varð T-6 ásamt 2 öðrum á 12 undir pari og Martin Kaymer varð T-9 ásamt 6 öðrum kylfingum á samtals 11 undir pari.
Til þess að sjá úrslitin á Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR:
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska