
Ólafur Björn með sinn 1. sigur sem atvinnumaður og með nýja facebook síðu
Ólafur Björn Loftsson, NK, vann sinn fyrsta sigur sem atvinnumaður á OGA (Open Golf America) mótaröðinni í Bandaríkjunum.
Sigurinn vannst á Disney Lake Buena Vista golfvellinum í Flórída, mánudaginn 21. janúar s.l.
Ólafur Björn náði glæsilegu skori upp á 5 undir pari, 67 högg; en þetta var 1 dags mót og hlaut hann $ 300 í sigurlaun.
Síðan þá hefir Ólafi Birni gengið ágætlega á mótaröðinni; var T-7 á West Orange, þriðjudaginn 22. janúar með 71 högg, en í sama móti spilaði einnig Þórður Rafn Gissurarson og varð T-11, með 72 högg.
Á Ridgewood Lakes varð Ólafur Björn síðan í 2. sæti með 71 högg, þ.e. miðvikudaginn 23. janúar í s.l. viku og hlaut $ 200 fyrir 2. sætið. Verðlaunaféð er lágt miðað við allan kostnaðinn, sem leggja verður í við uppihald o.s.frv.
Sjá má úrslit á OGA mótaröðinni með því að SMELLA HÉR:
Þess mætti geta að Ólafur Björn hefir farið af stað með nýja facebook síðu og er um að gera að fara inn á síðuna og setja LIKE við hana.
Komast má inn á síðuna nýju með því að SMELLA HÉR:
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022