Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2013 | 11:00

Ólafur Björn með sinn 1. sigur sem atvinnumaður og með nýja facebook síðu

Ólafur Björn Loftsson, NK, vann sinn fyrsta sigur sem atvinnumaður á OGA (Open Golf America) mótaröðinni í Bandaríkjunum.

Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: gsimyndir.net

Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: gsimyndir.net

Sigurinn vannst á Disney Lake Buena Vista golfvellinum í Flórída, mánudaginn 21. janúar s.l.

Ólafur Björn  náði glæsilegu skori upp á 5 undir pari, 67 högg; en þetta var 1 dags mót og hlaut hann $ 300 í sigurlaun.

Síðan þá hefir Ólafi Birni gengið ágætlega á mótaröðinni; var T-7 á West Orange, þriðjudaginn 22. janúar  með 71 högg, en í sama móti spilaði einnig Þórður Rafn Gissurarson og varð T-11, með 72 högg.

Á Ridgewood Lakes varð Ólafur Björn síðan í 2. sæti með 71 högg, þ.e. miðvikudaginn 23. janúar í s.l. viku og hlaut $ 200 fyrir 2. sætið. Verðlaunaféð er lágt miðað við allan kostnaðinn, sem leggja verður í við uppihald o.s.frv.

Sjá má úrslit á OGA mótaröðinni með því að SMELLA HÉR: 

Þess mætti geta að Ólafur Björn hefir farið af stað með nýja facebook síðu og er um að gera að fara inn á síðuna og setja LIKE við hana.

Komast má inn á síðuna nýju með því að SMELLA HÉR: