
PGA: Tiger saxar á forskot Rory á heimslistanum
Tiger Woods vill sigra á risamótum, en hann vill líka verða nr. 1 á heimslistanum aftur.
„Auðvitað er það honum mikilvægt,“ sagði Joe LaCava, kylfusveinn Woods. „Hver vill ekki vera forystuhundurinn? Ef þú vilt vera nr. 6 ertu líklega í vitlausum bissness.“
Með sigri sínum í gær á Farmers Insurance Open hefir Tiger styrkt stöðu sína í 2. sæti heimslistans en einnig saxað á forskot heimsins besta, Rory McIlroy.
Í Abu Dhabi í síðustu viku var Rory með 12.36 stig á heimslistanum, 4.20 stigum meira en Tiger. Tiger hefir nú minnkað muninn milli þeirra um meira en heilt stig með sigrinum, þ.e. nú munar aðeins 3,14 stigum á þeim.
Tiger hefir verið nr. 1 lengur en nokkur atvinnukylfingur, eða 623 vikur. Hann missti 1. sætið í hendur Lee Westwood í október 2010. Tveir til þrír sigrar í viðbót gætu komið Tiger í gamla 1. sætið sitt, þ.e. ef Rory fer ekki að venjast Nike kylfunum og svara fyrir sig.
Tiger sagði að sigrarnir væru það sem kæmu kylfingum í 1. sæti heimslistans. „Það gerist bara með því að sigra golfmót. Það er þannig sem ég komst þangað til að byrja með. Það er þannig sem hann (Rory) komst þangað. Þetta snýst um að sigra, vera stöðugur…. til þess að komast aftur þangað (þ.e. í 1. sætið) þá er það (að sigra), sem ég verð að gera.“
Heimild: Golf Channel
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?