Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2013 | 06:45

Mark Brown setti nýtt vallarmet á Kingston Heath og tryggði sér sæti á Opna breska

Ný-Sjálendingurinn Mark Brown setti nýtt vallarmet á golfvelli Kingston Heath golfklúbbsins, í Ástralíu, í gær og tryggði sér sæti á Opna breska risamótið í gegnum sigur sem hann vann á lokaúrtökumóti PGA Ástralasíu mótaraðarinnar.

Par-3 15. brautin á Kingston Heath. einum besta golfvelli í Ástralíu

Par-3 15. brautin á Kingston Heath. einum besta golfvelli í Ástralíu

Brown var á 10 undir pari, 62 höggum og sló gamla vallarmetið sem var upp á 9 undir pari, 63 högg sett af áhugamanninum Cruze Strange.

Við þetta vann Brown sér inn farmiðann sinn á Muirfield í júlí, en þar fer Opna breska fram. Brown hefir áður tekið þátt í Opna breska í Turnberry, 2009, en þá komst hann ekki í gegnum niðurskurð.

„Í gær var ég nokkuð fyrir aftan forystuna og í dag var ég ekkert að ofhugsa þetta  – ég fór bara á völlinn og reyndi að njóta þess að spila“ sagði Brown að loknum vallarmetshringnum.

„Ég fékk 6 fugla á fyrri 9 en þá varð þetta alvarlegt og ekkert svo gaman lengur.  Ég ber svo mikla virðingu fyrir vellinum (á Kingston Heath). Það er gaman að eiga vallarmetið þar.“

Heimild: PGA Tour of Australasia