Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 20:40

GSG: Kristófer Orri Þórðarson og Þórir Gíslason sigruðu á Febrúarmóti nr. 1

Í dag fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði Febrúarmót nr. 1. Um 100 manns voru skráðir til keppni og 87 luku leik. Veitt voru fern verðlaun; 1 verðlaun fyrir besta skor án forgjafar en það hlaut Kristófer Orri Þórðarson, GKG, sem lék á 4 yfir pari, glæsilegum 76 höggum og það nú á árstíma þar sem aðstæður til golfleiks eru ekki þær bestu – en völlurinn var frekar blautur. Á hringnum fékk Kristófer Orri 1 fugl, 12 pör og 5 skolla. Í punktakeppninni sigraði Þórir Gíslason, GK – var á glæsilegum 35 punktum; í 2. sæti varð Erlingur Jónsson, GSG á 34 punktum og í 3. sæti voru 3 jafnir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 20:25

Golfgrín á laugardegi

Hér er einn sem á víst að vera sannsögulegur. Kylfingurinn snjalli Lee Trevino var eitt sinn að slá garðinn heima hjá sér. Fyrir þá sem ekki vita hver Lee er þá er hann fæddur 1. desember 1939 og því nýorðinn 73 ára. Hann gerðist atvinnumaður 1980 og hefir unnið 89 sinnum á ferli sínum þar af 29 sinnum á PGA Tour (og er í 19. sæti yfir þá sem unnið hafa oftast á PGA Tour). Þar af hefir Lee 6 sinnum unnið á risamótum: Opna bandaríska 1968 og 1971; PGA Championship 1974 og 1984 og Opna breska 1971 og 1972. Eina risamótið sem hann vann aldrei á var the Masters Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 20:00

„Sorry Mr. Tiger“ – nýja Nike auglýsingin – Myndskeið

Það er of snemmt að birta sölutölur og tölur yfir hvað kylfingum hafi fallið best í golfútbúnaði þetta árið.  Nike er ekki að toppa í þeim efnum …. ennþá. En hins vegar standa þeir hjá Nike framarlega í að auglýsa nýja  Nike VR_S Covert dræverinn.  Fyrst var það „enginn bolli er öruggur“ myndskeiðið þar sem Tiger og Rory áttu í svolítilli samkeppni sín á milli. Sjá með því að SMELLA HÉR: Nú er komin ný auglýsing, þar sem bara Tiger kemur fram og allir eru að biðjast afsökunar á því hversu langt þeir dræva með nýja Nike VR_S Covert drævernum. Eitt drævið fer í Tiger nei sorrý, ég meina „Hr. Tiger“ Hér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 15:30

Afmæliskylfingur dagsins: Sandy Lyle – 9. febrúar 2013

Það er Skotinn Alexander Walter Barr „Sandy“ Lyle, MBE  sem er afmæliskylfingur dagsins. Lyle er fæddur 9. febrúar 1958 og er því 55 ára í dag. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1977 og hefir á ferli sinnum sigrað 30 sinnum, þar af 6 sinnum á PGA Tour og 18 sinnum á Evrópumótaröðinni. Meðal sigra hans eru tveir risamótstitlar, en hann vann Opna breska 1985 og the Masters 1988. Sandy Lyle hlaut inngöngu í frægðarhöll kylfinga 2012. Sandy Lyle er kvæntur Jolöndu og á 4 börn:  Stuart (f.1983), James (f.1986), Alexöndru Lonneke (f.1993) og Quintin (f.1995). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Virginia Van Wie, f. 9. febrúar 1909 Lesa meira

Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 14:50

Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson hóf keppni á Sun Trust Gator Invitational í dag

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State hóf í dag keppni á Sun Trust Gator Invitational mótinu, en það er University of Florida sem er gestgjafi. Leikið er á Mark Bostik golfvellinum, í Flórída.  Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum. Keppnin er nýhafin, Axel búinn að spila 5 holur,  kominn 1 yfir og deilir sem stendur 25. sætinu. Til þess að fylgjast með gengi Axels SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 14:30

Evróputúrinn: Allt óbreytt Fisher jnr. og Sterne leiða enn eftir 3. hring Joburg Open

Allt er óbreytt eftir 3. hring Joburg Open… hvað toppinn áhrærir.  Þar tróna þeir Trevor Fisher jnr. og Richard Sterne; báðir búnir að spila á samtals 19 undir pari, 196 höggum; Sterne (63 65 68) og Fisher (66 62 68). Þriðja sætinu deila 4 kylfingar, 5 höggum á eftir forystunni, þ.e. þeir Charl Schwartzel, Jaco Van Zyl og George Coetzee frá Suður-Afríku og Felipe Aguilar frá Chile. Allir hafa þeir samtals spilað á 14 undir pari, 201 höggi, hver. Einn í 7. sæti er síðan Titleist-erfinginn bandaríski, Peter Uihlein á 13 undir pari, 202 höggum (65 69 68). Þeir 69, sem komust í gegnum niðurskurð í gær, þ.e. 1/3 hluti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 11:00

Lindsey Vonn flaug í gær heim til Bandaríkjanna…. í einkaþotu Tiger

Í gær, 8. febrúar 2013, sá Tiger Woods til þess að meint kæresta hans Lindsey Vonn fengi far frá Austurríki í einkaþotu sinni, þar sem hún féll og slasaði sig í skíðabrekku við keppni í Schladmig, sbr. frétt í TMZ. Vonn sleit krossband og verður frá keppni. Jafnvel þó Tiger hafi ekki tjáð sig um sambandið þá hefir Lindsey áður sagt í viðtali við Denver Post að þau tvö séu bara vinir, en skv. grein Hollywood Life eru þau búin að vera par síðan 12. nóvember s.l. og hafa jafnvel verið í fríi saman í Evrópu þann tíma. Sjáið myndskeið af: Falli Lindsey Vonn í World Alpine Ski Championships í Austurríki, 5. febrúar 2013 Skv. TMZ, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 08:45

ALPG & LET: Lydia Ko deilir 1. sætinu ásamt Seon Woo Bae eftir 2. dag NZW Open

Lydia Ko, hin 15 ára nr. 1 á heimslista áhugamanna komst í 1. sætið á ISPS Handa New Zealand Women’s Open í morgun. Lydia deilir forystunni með Seon Woo Bae frá Suður-Kóreu. Í dag var mun skaplegra veður til golfleiks og Ko skilaði hring upp á 4 undir pari, 68 högg, en á honum litu m.a. dagsins ljós örn, 3 fuglar og 1 skolli. Ko var mjög ánægð með leik sinn en hún sagði m.a. eftir hringinn: „Ég hef verið að spila ansi vel, ég vona bara að ég geti haldið áfram að spila eins og ég hef spilað s.l. tvo daga.“ Bae sló gamla vallarmetið í Clearwater golfklúbbnum, átti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 08:30

PGA: Brandt Snedeker og Ted Potter Jnr. efstir á Pebble Beach – Hápunktar og högg 2. dags

Það eru Brandt Snedeker og Ted Potter Jnr. sem eru efstir og jafnir eftir 2. dag á AT&T Pebble Beach National Pro Am. Þeir eru báðir búnir að spila á samtals 8 undir pari, 134 höggum; Snedeker (67 67) og Potter Jnr. (66 68).  Í gær spilaði Snedeker á Monterey Peninsula og Potter Jnr. á Spyglass Hill. Þriðja sætinu deila 4 kylfingar þ.á.m. forystumaður gærdagsins Hunter Mahan, en allir hafa spilað á samtals 7 undir pari, 135 höggum og eru 1 höggi á eftir forystunni. Enn aðrir 4 kylfingar deila 7. sætinu en þeirra á meðal er Gangnam Style dansarinn og nýliðinn á PGA Tour James Hahn, en allir í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2013 | 21:00

Evróputúrinn: Sterne og Fisher jnr. leiða þegar Joburg Open er hálfnað

Þegar Joburg Open er hálfnað eru Richard Sterne og  Trevor Fisher Jnr. í forystu.  Fisher Jnr. spilaði Vesturvöllinn í dag en Sterne Austurvöllinn. Báðir eru búnir að spila á samtals 15 undir pari, 128 höggum; Sterne (63 65) og Fisher Jnr. (66 62). Sterne og Fisher Jnr. hafa 3 högga forystu á heimamanninn George Coetzee, sem er í 3. sæti á samtals 12 undir pari, 131 höggi (67 64). Fjórða sætinu deila risamótstitilshafinn Charl Schwartzl ásamt Felipe Aguilar frá Chile og enn öðrum heimamanninum Keith Horne.  Allir eru þeir á samtals 10 undir pari, 133 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Joburg Open SMELLIÐ HÉR: