Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 15:30

Afmæliskylfingur dagsins: Sandy Lyle – 9. febrúar 2013

Það er Skotinn Alexander Walter Barr „SandyLyle, MBE  sem er afmæliskylfingur dagsins. Lyle er fæddur 9. febrúar 1958 og er því 55 ára í dag. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1977 og hefir á ferli sinnum sigrað 30 sinnum, þar af 6 sinnum á PGA Tour og 18 sinnum á Evrópumótaröðinni. Meðal sigra hans eru tveir risamótstitlar, en hann vann Opna breska 1985 og the Masters 1988. Sandy Lyle hlaut inngöngu í frægðarhöll kylfinga 2012.

Sandy Lyle er kvæntur Jolöndu og á 4 börn:  Stuart (f.1983), James (f.1986), Alexöndru Lonneke (f.1993) og Quintin (f.1995).

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Virginia Van Wie, f. 9. febrúar 1909 – d. 18. febrúar 1997,  Bob Eastwood, 9. febrúar 1946 (67 ára); Bernard Gallacher, 9. febrúar 1949 (64 ára); Mark Tullo, 9. febrúar 1978 (35 ára); Anna Rossi, 9. febrúar 1986 (27 ára);  Marita Engzelius, 9. febrúar 1988 (spilar á LPGA – norsk)

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem eiga afmæli í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is