Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 08:30

PGA: Brandt Snedeker og Ted Potter Jnr. efstir á Pebble Beach – Hápunktar og högg 2. dags

Það eru Brandt Snedeker og Ted Potter Jnr. sem eru efstir og jafnir eftir 2. dag á AT&T Pebble Beach National Pro Am.

Þeir eru báðir búnir að spila á samtals 8 undir pari, 134 höggum; Snedeker (67 67) og Potter Jnr. (66 68).  Í gær spilaði Snedeker á Monterey Peninsula og Potter Jnr. á Spyglass Hill.

Þriðja sætinu deila 4 kylfingar þ.á.m. forystumaður gærdagsins Hunter Mahan, en allir hafa spilað á samtals 7 undir pari, 135 höggum og eru 1 höggi á eftir forystunni.

Enn aðrir 4 kylfingar deila 7. sætinu en þeirra á meðal er Gangnam Style dansarinn og nýliðinn á PGA Tour James Hahn, en allir í 7. sæti hafa spilað á 6 undir pari hver.   Sjá Hahn fagna fugli í Gangnam Style á 16. flöt TPC Scottsdale SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag AT&T Pebble Beach National Pro Am SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags AT&T Pebble Beach National Pro Am  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 2. dags á AT&T Pebble Beach National Pro Am SMELLIÐ HÉR: