Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2013 | 21:00

Evróputúrinn: Sterne og Fisher jnr. leiða þegar Joburg Open er hálfnað

Þegar Joburg Open er hálfnað eru Richard Sterne og  Trevor Fisher Jnr. í forystu.  Fisher Jnr. spilaði Vesturvöllinn í dag en Sterne Austurvöllinn.

Báðir eru búnir að spila á samtals 15 undir pari, 128 höggum; Sterne (63 65) og Fisher Jnr. (66 62).

Sterne og Fisher Jnr. hafa 3 högga forystu á heimamanninn George Coetzee, sem er í 3. sæti á samtals 12 undir pari, 131 höggi (67 64).

Fjórða sætinu deila risamótstitilshafinn Charl Schwartzl ásamt Felipe Aguilar frá Chile og enn öðrum heimamanninum Keith Horne.  Allir eru þeir á samtals 10 undir pari, 133 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Joburg Open SMELLIÐ HÉR: