Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 14:30

Evróputúrinn: Allt óbreytt Fisher jnr. og Sterne leiða enn eftir 3. hring Joburg Open

Allt er óbreytt eftir 3. hring Joburg Open… hvað toppinn áhrærir.  Þar tróna þeir Trevor Fisher jnr. og Richard Sterne; báðir búnir að spila á samtals 19 undir pari, 196 höggum; Sterne (63 65 68) og Fisher (66 62 68).

Þriðja sætinu deila 4 kylfingar, 5 höggum á eftir forystunni, þ.e. þeir Charl Schwartzel, Jaco Van Zyl og George Coetzee frá Suður-Afríku og Felipe Aguilar frá Chile. Allir hafa þeir samtals spilað á 14 undir pari, 201 höggi, hver.

Einn í 7. sæti er síðan Titleist-erfinginn bandaríski, Peter Uihlein á 13 undir pari, 202 höggum (65 69 68).

Þeir 69, sem komust í gegnum niðurskurð í gær, þ.e. 1/3 hluti þátttakenda léku allir Austurvöll Royal Johannesburg & Kennsington golfklúbbsins í dag.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Joburg Open SMELLIÐ HÉR: