
ALPG & LET: Lydia Ko deilir 1. sætinu ásamt Seon Woo Bae eftir 2. dag NZW Open
Lydia Ko, hin 15 ára nr. 1 á heimslista áhugamanna komst í 1. sætið á ISPS Handa New Zealand Women’s Open í morgun.
Lydia deilir forystunni með Seon Woo Bae frá Suður-Kóreu. Í dag var mun skaplegra veður til golfleiks og Ko skilaði hring upp á 4 undir pari, 68 högg, en á honum litu m.a. dagsins ljós örn, 3 fuglar og 1 skolli.
Ko var mjög ánægð með leik sinn en hún sagði m.a. eftir hringinn: „Ég hef verið að spila ansi vel, ég vona bara að ég geti haldið áfram að spila eins og ég hef spilað s.l. tvo daga.“
Bae sló gamla vallarmetið í Clearwater golfklúbbnum, átti glæsilegan hring í morgun upp á 8 undir pari, 64 högg. Hún fékk hvorki fleiri né færri en 9 fugla!!! (óvanlegt í kvennagolfinu) og eina höggið sem hún missti var á par-4 7. brautinni þar sem hún fékk skolla.
Aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum (telpunum’) er hin ítalska Giulia Sergas (68), sem er farið að lengja eftir 1. sigri sínum á atvinnumannsferlinum. Það væri sætt eftir að hafa fengið víti fyrir hægan leik fyrir 2 árum í Pegasus golfklúbbnum, en þar leiddi hún eftir 2 hringi og varð af sigrinum sökum vítisins, sem féll Kristie Smith í skaut.
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag NZW Open SMELLIÐ HÉR:
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022