Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 11:00

Lindsey Vonn flaug í gær heim til Bandaríkjanna…. í einkaþotu Tiger

Í gær, 8. febrúar 2013, sá Tiger Woods til þess að meint kæresta hans Lindsey Vonn fengi far frá Austurríki í einkaþotu sinni, þar sem hún féll og slasaði sig í skíðabrekku við keppni í Schladmig, sbr. frétt í TMZ.

Vonn sleit krossband og verður frá keppni.

Jafnvel þó Tiger hafi ekki tjáð sig um sambandið þá hefir Lindsey áður sagt í viðtali við Denver Post að þau tvö séu bara vinir, en skv. grein Hollywood Life eru þau búin að vera par síðan 12. nóvember s.l. og hafa jafnvel verið í fríi saman í Evrópu þann tíma.

Sjáið myndskeið af: Falli Lindsey Vonn í World Alpine Ski Championships í Austurríki, 5. febrúar 2013

Skv. TMZ, fór Vonn um borð í einkaþotu Woods í Salzburg í gær. Hún er nú búin að ná sér það mikið að hún getur gengið um á hækjum.