Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2013 | 04:00

PGA: Matt Kuchar efstur á Northern Trust Open eftir 1. dag – Hápunktar og högg 1. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar, sem leiðir eftir 1. dag Northern Trust Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Kuchar lék 1. hring á 7 undir pari, 64 höggum.

Í 2. sæti er Sergio Garcia aðeins 1 höggi á eftir á 6 undir pari 65 höggum. Í 3. sætinu er bandaríski kylfingurinn Brandt Jobe, á 5 undir pari, 66 höggum.  Fjórða sætinu deila síðan 3 kylfingar, sem allir eru á 4 undir pari en þ.á.m. er Gangnam Style dansarinn James Hahn.

Í 7. sæti eru 11 kylfingar sem allir léku á 3 undir pari, 68 höggum en þ.á.m er m.a. Lee Westwood, Jim Furyk og Fred Couples.

Luke Donald og Charl Schwartzel eru síðan meðal 10 kylfinga sem deila 18. sætinu á 2 undir pari, 69 höggum.

Tuttugu kylfingar léku á 1 undir pari, 70 höggum  og deila 28. sætinu en þ.á.m. eru Ernie Els, YE Yang, Nicolas Colsaerts og Jesper Parnevik.

Loks mætti geta að Vijay Singh lék á 4 yfir pari, 75 höggum og er í einu af neðstu sætunum, þ.e. 107. sætinu; fékk 1 fugl, 12 pör og 5 skolla. Eflaust ekki þægilegt að spila fyrir Singh eftir að hjartarhornssprey-mál hans komst í hámæli.

Til þess að sjá stöðuna á Northern Trust Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg dagsins sem var arnarvipp Luke Donald á par-4 10. holunni á Riviera SMELLIÐ HÉR: