Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2013 | 10:30

ALPG & LET: Mariajo Uribe leiðir eftir 2. dag á Royal Canberra

Það er Mariajo Uribe frá Kólombíu sem leiðir eftir 2. dag Ástralíu ISPS Handa Australian Open.

Mariajo er samtals búin að spila á 15 undir pari, 131 höggi (64 67).

Öðru sætinu deila forystutelpa gærdagsins, Lydia Ko og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Jiyai Shin, báðar 1 höggi á eftir Mariajo, á samtals 14 undir pari, 132 höggum, hvor; Ko (63 69) og Shin (65 67).

Michelle Wie var á parinu í dag 73 höggum og er því samtals búin að spila á 1 yfir pari, 147 höggum (74 73) og er langt frá því að blanda sér í toppbaráttuna eða heilum 14 höggum – spurning er reyndar hvort hún nái niðurskurði yfirleitt.

Michelle Wie

Michelle Wie döpur í bragði yfir slöku gengi

Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Yani Tseng, deilir 8. sætinu ásamt 5 öðrum, þ.á.m. Jessicu Korda á 7 undir pari, heilum 8 höggum á eftir Mariajo.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á ISPS Handa Australian Open SMELLIÐ HÉR: