Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2013 | 17:15

Evróputúrinn: Brasilíumaðurinn Adilson da Silva í efsta sæti þegar Africa Open er hálfnað

Það er Brasilíumaðurinn Adilson Da Silva sem leiðir á Africa Open þegar mótið er hálfnað.

Da Silva er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum (62 68).

Í 2. sæti er forystumaður gærdagsins, heimamaðurinn, Jaco Van Zyl, en hann er 3 höggum á eftir Da Silva á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67).

Englendingurinn John Parry, sá sem sigraði á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar 2012, er í 3. sæti á samtals 10 undir pari, 134 höggum (68 66).

Heimamennirnir Darren Fichardt og Oliver Bekker deila síðan 4. sætinu á samtals 8 undir pari, 136 höggum.

Til þess að sjá stöðuna þegar Africa Open er hálfnað SMELLIÐ HÉR: