Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2013 | 10:45

Platínukort með 25% afslætti bara núna á laugardaginn í Básum – Glænýir 50.000 Srixon boltar teknir í notkun

Nýir æfingaboltar verða teknir í notkun í Básum laugardaginn 16.febrúar og því tilvalið fyrir kylfinga að æfa sveifluna fyrir komandi átök á vellinum í sumar. Um er að ræða hágæða æfingabolta frá Srixon en boltarnir hafa fengið framúrskarandi dóma um allan heim. Alls verða um 50.000 nýir boltar settir í kerfið nú um helgina.

Samhliða þessu þá ætlar PROGOLF að bjóða kylfingum að kaupa PLATÍNUKORT í Básum sem inniheldur ca. 980 bolta á 25% afslætti. Í dag kostar PLATÍNUKORTIÐ 10.950 kr. en á laugardaginn 16. febrúar mun kortið kosta 8.213 kr. Tilboð þetta gildir eingönu þennan dag.

Progolf býður alla kylfinga velkomna í Bása!