Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2013 | 17:00

Golfútbúnaður: Nýir Mizuno MP-S golfboltar að koma á markaðinn

Mizuno MP-S golfboltinn er fyrsti golfboltinn, sem Mizuno markaðssetur í Evrópu.

„Við höfum prófað alla Mizuno boltana frá árinu 2005 eftir því sem tækninni hefir fleygt fram. Það var nauðsynlegt að við hefðum eitthvað virkilega sérstakt áður en við gætum sett boltann á markað í Evrópu. Við vorum öll sem ein sammála um að MP-S væri sérstakur bolti,“ sagði Andy Kikidas, framkvæmdastjóri Mizuno Tour.

Marglaga boltinn sem notaður er á helstu mótaröðum heims hefir fram til þessa aðeins verið fáanlegur í Japan. Mizuno hefir verið að framleiða MP bolta og nýi MP-S Mizuno boltinn er í raun 3. kynslóðar bolti.

Kjarninn er mjúkur hjúpaður uretane og þeir hjá Mizuno segja að MP-S boltinn sé með óviðjafnanlegan dragkraft í kringum flatirnar, meðan að stór kjarni, með viðnámsmiklu innra lagi framleiðir mikinn boltahraða í upphafi.

Mizuno MP-S er hannaður með 318 doppu mynstri. Hver doppa er stór og grunn, sem þeir hjá Mizuno segja að framkalli stöðugan, árangursríkan feril boltaflugs sem henti sérlega betri kylfingum.

Kikidas sagði einnig: „Mizuno setti boltana í umferð í Japan 2005 – með þá áætlun að markaðssetja boltann ekki á vestrænum markaði þar til þeir stæðust kröfur mótaraðanna. Það sem okkur líkaði við MP-S er að hann stoppar jafn snögglega og hann fer á loft. Við vissum frá fyrstu snertingu að hann myndi vera viðbragðsgóður á flötunum. Rannsóknar og þróunar teymið, þ.e. R&D teymið lýsti ysta laginu sem „Visco-elastic“.  Á mannamáli þýðir að að boltinn er mjúkur, en tekur mjög fljótt aftur sitt fyrra form.“

Meðan að jafnvægi stjórnar og snertingar er það sem er tekið fram yfir af hæfileikaríkum og betri leikmönnum, þá hafa þeir hjá Mizuno þá trúa að hvaða kylfingur sem er, hvort heldur verið er að fást við hraðar og hægar flatir muni kunna að meta viðloðanleika MP-S við flatirnar.

Mizuno MP-S mun verða fáanlegur í Evrópu um miðjan mars 2013.