Ólafur Björn á 69 og Birgir Leifur á 72 höggum eftir 1. hring í Suður-Karólínu
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson spila þessa dagana á Palemetto Hall Championship, sem er fysta mótið á eGolf Professional mótaröðinni.
Þeir léku saman í holli á 1. hring og gaman að þessu að Íslendingarnir fái að spila saman! Spilað er á tveimur völlum: Arthur Hills og Robert Cupp í Palmetto Hall Plantation golfklúbbnum í Suður-Karólínu og léku þeir Birgir Leifur og Ólafur Björn Arthur Hills golfvöllinn.
Ólafur Björn kláraði 1. hringinn á 69 höggum og deilir 9. sætinu ásamt 7 kylfingum. Hann segir sjálfur svo frá 1. hringnum á facebook síðu sinni: „Góð byrjun á fyrsta hring hér í Hilton Head. Fór vel af stað og var kominn tvo undir par snemma, missti örlítið dampinn um miðbik hringsins en kláraði svo sterkt með fuglum á síðustu þremur holunum og endaði á 69 höggum (-3). Stutta spilið var frábært en þarf aðeins að vinna í boltaslættinum. Frábær andi í hollinu í dag og ég hlakka til að halda áfram kl. 12:30 á morgun.“
Birgir Leifur var á 72 höggum og deilir 45. sætinu með 27 öðrum kylfingum, sem allir léku á parinu. Birgir Leifur lék jafnt og stöðugt; fékk 16 pör, fugl og skolla.
Alls taka 168 kylfingar þátt í mótinu og efstir eftir 1. dag eru 3 bandarískir kylfingar allir hafa spilað á 6 undir pari, 66 höggum.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Palemetto Hall Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024