Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2013 | 03:30

Ólafur Björn á 69 og Birgir Leifur á 72 höggum eftir 1. hring í Suður-Karólínu

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson spila þessa dagana á  Palemetto Hall Championship, sem er fysta mótið á eGolf Professional mótaröðinni.

Þeir léku saman í holli á 1. hring og gaman að þessu að Íslendingarnir fái að spila saman! Spilað er á tveimur völlum: Arthur Hills og Robert Cupp í Palmetto Hall Plantation golfklúbbnum í Suður-Karólínu og léku þeir Birgir Leifur og Ólafur Björn Arthur Hills golfvöllinn.

Ólafur Björn kláraði 1. hringinn á 69 höggum og deilir 9. sætinu ásamt 7 kylfingum.  Hann segir  sjálfur svo frá 1. hringnum á facebook síðu sinni: „Góð byrjun á fyrsta hring hér í Hilton Head. Fór vel af stað og var kominn tvo undir par snemma, missti örlítið dampinn um miðbik hringsins en kláraði svo sterkt með fuglum á síðustu þremur holunum og endaði á 69 höggum (-3). Stutta spilið var frábært en þarf aðeins að vinna í boltaslættinum. Frábær andi í hollinu í dag og ég hlakka til að halda áfram kl. 12:30 á morgun.“

Birgir Leifur var á 72 höggum og deilir 45. sætinu með 27 öðrum kylfingum, sem allir léku á parinu. Birgir Leifur lék jafnt og stöðugt; fékk 16 pör, fugl og skolla.

Alls taka 168 kylfingar þátt í mótinu og efstir eftir 1. dag eru 3 bandarískir kylfingar allir hafa spilað á 6 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á  Palemetto Hall Championship SMELLIÐ HÉR: