Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 12:30

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (9. grein af 10)

Hér verður fram haldið með 9. af 10 reglum  risamótstitilhafans og golfkennarans Dave Stockton,um hvernig eigi að setja eigi niður 2 metra pútt.

9. Ekki kenna flötinni um

Undir pressu verða öll skilningsvit ykkar næmari.  Það er tilhneiging til þess að sjá fleiri hindranir en eru í raun á (pútt)línunni, t.a.m. boltaför, fótspor, ójöfnur o.s.frv. Lítið framhjá þeim. Ef þið takið ákveðna púttstroku og boltinn rúllar eftir réttri línu og þið hafið miðað rétt þá eru líkurnar á að eitthvað á línunni breyti stefnu boltans fjarlæg. Ef far í flötinni er svo mikið og þið eruð viss um að það muni hafa áhrif á rúllið, reynið þá að pútta ákveðnar til þess að forðast það.