Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 08:00

PGA: Heimsmótið í holukeppni hefst á morgun

 Accenture heimsmótið í holukeppni hefst á morgun í Dove Mountain golfklúbbnum í Marana, Arizona, en það stendur 20.-24. febrúar 2013.

Núverandi heimsmeistari í holukeppni er Hunter Mahan og tekur hann að sjálfsögðu þátt og freistar þess að verja titil sinn, en 64 efstu menn á heimslistanum hefja keppni ásamt þeim næstu á heimslistanum, sem komust á mótið vegna forfalla annarra ofar á listanum.

Mahan mætir ítalska undraunglingnum Matteo Manassero. Rory McIlroy efsti maður heimslistans mætir þeim sem rétt slapp inn á mótið vegna forfalla Phil Mickelsons; Shane Lowry.

Tiger mætir Charles Howell III og Luke Donald, Marcel Siem frá Þýskalandi. Áhugaverð verður eflaust viðureign sleggjanna Bubba Watson og sigurvegara Qatar Masters í ár, Chris Wood.

Eins og allir vita er ómögulegt að segja fyrir hver stendur uppi sem heimsmeistari í holukeppni – því í holukeppni getur jú allt gerst!!! En allaveganna spennandi keppni framundan!!!

Til þess að sjá myndrænt hverjir mætast í Accenture heimsmótinu í holukeppni SMELLIÐ HÉR: