Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Charley Hull (4. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.

Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET, þeirra á meðal var Cheyenne Woods, frænka Tiger og Ann-Kathrin Lindner frá Þýskalandi, sem þegar hafa verið kynntar. Sú þriðja af þeim 7 sem rétt komust inn á LET er breski unglingurinn Charley Hull, sem nefnd hefir verið svar Englands við hinni bandarísku Lexi Thompson.

Charley fæddist 20. mars 1996 og er því 16 ára. Charley er einn efnilegasti kylfingur Bretlands. Hún komst í fréttirnar á síðasta ári, þar sem óvíst var um stund hvort hún fengi að taka þátt í Curtis Cup  vegna þess að hún þáði boð um að keppa á Kraft Nabisco risamótinu og komst þ.a.l. ekki á æfingu með liði Breta&Íra. Sjá nánar  frétt Golf 1 þar um, með því að SMELLA HÉR:  Svo fór þó að hún fékk að keppa sbr. frétt Golf1 SMELLIÐ HÉR: 

Hér fer kynningin:

Charley HullRíkisfang: ensk.

Fæðingardagur: 20. mars 1996.

Fæðingarstaður: Kettering, England.

Er félagi í: Woburn Golf Club, Englandi.

Gerðist atvinnumaður: 1. janúar 2013.

Hæð: 1,65 m.

Hárlitur: Ljóshærð.

Augnlitur: Gráblár.

Byrjaði að spila golf:  5 ára (2001) í Kettering GC, Englandi.

Fyrsti þjálfarinn: Kevin Theobald, í Kettering GC.

Núverandi þjálfarar: Lee Scarbrow og John O’Gaunt GC, Englandi.

Áhugamál: Kvikmyndir, Facebook, Twitter, að sósíalisera.

Áhugamannaferill:  Þegar Charley var 13-16 ára sigraði hún á eftirfarandi mótum: The Leveret, Hampshire Rose, Woburn GC Ladies Club Ch’ship (setti nýtt vallarmet 8 undir pari), ID Jones / Doherty Ch’ship Florida, Welsh Open meistari í höggleik, enskur meistari í höggleik , Harder Hall Invitational, Flórida.

Náði niðurskurði í eftirfarandi mótum:- 2012 Kraft Nabisco risamótinu, Turkish Airlines Ladies Open, Irish Ladies Open, ISPS Handa Ladies British Masters. Hún var árið 2012 hluti af sigursælu Curtis Cup liði Breta&Íra.

Hún var valin BBC Eastern Region Young Sports Personality ársins.

Hápunktar á golfferlinum: að spila á Kraft Nabisco risamótinu, varð í 3. sæti á heimslista áhugamanna 2012, var í Curtis Cup liði Breta&Íra, 2012.

Niðurstaða á Lalla Aicha Tour School árið 2013: T-36.