Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 13:10

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra í 8. sæti í einstaklingskeppninni á Jim West mótinu – lið hennar Texas State í 1. sæti!!!

Íslandsmeistarinn í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og golflið Texas State hófu í gær leik á Jim West Challenge mótinu.

Mótið fer fram dagana 17.-18. febrúar og er spilað á golfvelli Vaaler Creek golfklúbbsins í Blanco, Texas. Til að sjá heimasíðu klúbbsins SMELLIÐ HÉR:

Þátttakendur eru 64 frá 12 háskólum.

Valdís Þóra spilaði fyrstu 2 hringina í gær og lék á samtals 11 yfir pari (79 76) og deildi 8. sæti í einstaklingskeppninni ásamt liðsfélaga sínum Iman Nordin og stúlku úr North Texas háskólanum.  Þær Iman og Valdís voru á 2.-3. besta skori liðsins, en golflið Texas State  er í 1. sæti í liðakeppninni!! Frábært hjá Valdísi og félögum í Texas State!!!

Lokahringurinn verður spilaður í dag.

Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru á Jim West Challenge með því að SMELLA HÉR: