Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2013 | 20:15

NÝTT!!! Nýju strákarnir á PGA 2013: Patrick Reed (1. grein af 26)

Í kvöld hefst ný greinaröð hér á Golf 1 þar sem efstu 26 í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og  hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013, verða kynntir stuttlega.

Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25. sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013.  Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reevie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um.

Við byrjum á því að kynna Patrick Reed.  Patrick fæddist 5. ágúst 1990 í San Antonio, Texas og á því sama afmælisdag og Ólafur Björn „okkar“ Loftsson hin kínverska Shanshan Feng og ekki ófegurri kylfingar en Paula Creamer og ástralska kylfingsmódelið Anna Rawson.

Reed býr í Spring í Texas og var í bandaríska háskólagolfinu; spilaði með Augusta State háskólanum og meira er í raun ekki að segja um feril Reed sem er nýútskrifaður þaðan, aðeins 22 ára og strax farinn að spila á PGA Tour – komst inn í fyrstu tilraun.

Hér er þó vert að geta nokkurra staðreynda um Patrick Reed:

Uppáhaldsgolfminningin hans er að hafa verið með 6-0 í holukeppni og að hafa hjálpað til við að lið Augusta State vann tvær ríkjameistarakeppnir.

Patrick Reed er nýkvæntur, kvæntist Justine Karainann, þann 21. desember 2012, en hún var kylfuberi hans 2012.

Patrick Reed ásamt eiginkonu sinni og kylfubera, Justine Karainann

Patrick Reed ásamt eiginkonu sinni og kylfubera, Justine Karainann

Reed var mikill aðdáandi Notre Dame í bandaríska fótboltanum, þegar hann var að vaxa úr grasi.  Nú segir hann ppáhaldslið sín vera Houston Texas og San Francisco 49ers.

Hann hafði gaman af því að fylgjast með Notre Dame og LSU í háskóla.

Reed er mikill aðdáandi Darius Rucker.. Í draumaholli hans myndu vera:  hann sjálfur og…. Tiger Woods, Ian Poulter og Stephen Ames.

Uppáhaldssögn hans er nokkuð, sem kærestan sagði við hann „Ef þú ert taugaóstyrkur, þýðir það bara að þú ert vel undirbúinn.“

Meðal þess sem hann langar til þess að gera er að standa á hliðarlínu í á leik þar sem Houston Texas á í umspili og fylgjast með Houston Rockets-San Antonio Spurs leik.