GSÍ: SNAG kynning í dag kl. 16:00 í Laugardalshöll
Þriðjudaginn 5. mars stendur Golfsamband Íslands fyrir kynningu á SNAG golfi (Starting New At Golf). Kynningin hefst kl 16:00 og verður hún haldin í Laugardalshöll í sal 1, inngangur A.
SNAG búnaðurinn og kennslukerfið er viðurkennt kerfi sem gerir golfkennslu skemmtilega, aðgengilega, auðvelda og örugga. SNAG hentar báðum kynjum frá fjögurra ára aldri, unglingum, fullorðnum, öldruðum og fötluðum. SNAG má kenna og spila hvar sem er óháð golfvöllum og æfingasvæðum og færa til almennings eftir aðstæðum á hverjum stað.
Fyrirlesari er Tony Howarth PGA kennari og SNAG Master Trainer hann hefur 25 ára reynslu af golfkennslu allt frá byrjendum til Evróputúrsspilara. Tony fékk Sinclair verðlaunin 2004 fyrir framlag sitt til þróunar golfíþróttarinnar, hann ferðast nú víða um heiminn og stuðlar að aukinni þátttöku ungra sem aldinna í golfi.
Hér má sjá SNAG kynningarmyndband.
Þess mætti geta að SNAG golfvörurnar fást í nýju vefversluninni hissa.is og má fræðast nánar um vörurnar með því að smella hér: HISSA.IS
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska