Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Theodór Emil, Ari og golflið Arkansas Monticello urðu í 10. sæti í Mississippi College Inv. í Louisiana

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ og golflið Arkansas Monticello tóku þátt í Mississippi College Invite, sem fram fór á Black Bear golfvellinum í Black Bear golfklúbbnum í Delhi, Louisiana, dagana 4.-5. mars og lauk í gær.

Þátttakendur voru 86 frá 17 háskólum.

Theodór Emil var á þriðja besta skori liðs síns, samtals á 166 höggum (83 83) og Ari á fjórða besta skorinu eða 167 höggum (81 86) og töldu því skor þeirra beggja.  Theodór Emil varð í 40. sæti og Ari í 44. sæti.

Arkansas Monticello varð í 10. sæti í liðakeppninni.

Næst mót þeirra Theodórs Emils og Ara er CBC Spring Invitational í Maumelle, Arkansas (Central Baptist College) og fer fram 24.-26. mars n.k.

Til þess að sjá úrslitin í einstaklingskeppninni á Mississippi College Invite SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá úrslitin í liðakeppninni í Mississippi College Invite SMELLIÐ HÉR: