Örn Ævar Hjartarson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2013 | 13:15

Örn Ævar kveður vinnufélaga með tónlistarmyndbandi

Það eru fleiri en Golf Boys, sem eru að koma út með tónlistarmyndbönd nú með vorinu.

Örn Ævar Hjartarson, GS og vinnufélagar settu saman meðfylgjandi tónlistarmyndband, til að kveðja tvo, sem voru að hætta í vinnunni hjá þeim, við Grunnskólann í Sandgerði.

Myndbandið var sett inn á You Tube fyrir 3 dögum.

Hér má sjá Örn Ævar sýna góða takta í gamla Michael Bolton smellnum „How am I supposed to live without you.“

Til að sjá myndbandið SMELLIÐ HÉR: