Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra á næstbesta skori USF eftir 2 hringi á Juli Inkster Spartan Invite

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco taka þátt í 2 daga móti, Juli Inkster Spartan Invite, sem fram fer í Almaden Golf & Country Club, í San Jose, Kaliforníu, dagana 4.-5. mars.  Lokahrigurinn verður spilaður í dag.

Þátttakendur eru 73 frá 14 háskólum.

Eygló Myrra lék á samtals 159 höggum í gær (85 74) og var á besta skori liðsins seinni hringinn.  Í heildina var Eygló Myrra á næstbesta skori USF, á eftir Peppiinu Kaiju.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Juli Inkster Spartan Invite SMELLIÐ HÉR: