
Evrópumótaröðin styður tillögu R&A og USGA um bann á löngum pútterum
PGA Tour og the PGA of America eru nú ein um að vera á móti banninu á löngu pútterunum eftir að Evrópumótaröðin staðfesti að það styddi bann á löngum pútterum þ.e. svokölluðum magapútterum og kústsköftum sem þar sem pútterinn er látinn styðjast við maga/bringu viðkomandi kylfings í púttstrokunni.
Evrópumótaröðin hefir staðfest stuðning sinn við R&A og bandaríska golfsambandið (USGA) og tillögu þeirra um breytingu á golfreglu 14-1b – sem bannar að pútterinn styðjist við líkamann þegar púttstrokan er tekin skv. golfreglum.
George O’Grady, aðalframkvæmdastjóri Evróputúrsins
George O’Grady CBE, aðalframkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar sagði: „Evrópumótaröðin hefir að fullu tekið þátt í ráðgjafarferlinu sem lauk 28. febrúar s.l. og hefur samstarfið í miklum metum. Félagar okkar styðja það einstaka hlutverk sem stjórnvöld í golfreglusetningu fara með.“
„Að auki hefir öll leikmannanefndin og fulltrúar leikmanna lýst stuðningi við tillöguna að nýju reglunni jafnvel þó við séum okkur meðvituð og höfum tekið með í reikninginn að sumir félagar sérstaklega á öldungamótaröðinni, nota púttera, sem styðjast við líkamann, í púttstrokunni.“
„Við skiljum þá punkta sem PGA Tour og PGA America hafa sett fram og virðum og tökum undir sjónarmið þeirra, sem byggja á reynslu og gögnum sem þeir hafa undir höndum og hafa verið sett fram með mikilli umhyggju fyrir golfleiknum.“
„Allt málið hefir hlotið mun meiri athygli og umfjöllun í Bandaríkjunum en afganginum af heiminum, e.t.v. vegna þess fjölda sem nota púttera þar sem styðjast við líkamann og almennt vegna golfvalla þeirra og hraða flatanna þar.“
Þetta þýðir að Evrópumótaröðin gengur nú í raðir Ástralasíu PGA mótaraðarinnar, Sólskinstúrsins, Asíutúrsins, Japan Tour og OneAsia Tour, sem allar hafa lýst stuðningi sínum við tillögu R&A og USGA um að setja í golfreglurnar, viðbót við reglu, sem bannar notkun langra púttera.
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?