
Afmæliskylfingur dagsins: Dorothy Campbell – 24. mars 2013
Það er Dorothy Campbell, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún var fædd 24. mars 1883 og hefði því átt 130 ára afmæli í dag.
Dorothy Iona Campbell (fædd 24. mars 1883 – dáin 20. mars 1945) var fyrsti kvenkylfingurinn sem eitthvað kvað að á alþjóðavettvangi. Hún var einnig þekkt undir nöfnunum Dorothy Hurd, Mrs. J.V. Hurd og sem Dorothy Howe. Eins var hún þekkt undir sambreiskingnum Dorothy Campbell Hurd Howe.
Dorothy Campbell 1909
Hún fæddist inn í mikla golffjölskyldu í Norður Berwick á Skotlandi og byrjaði að sveifla kylfum aðeins 18 mánaða gömul. Innan örfárra ára var hún farin að keppa við systur sína. Hún var fyrsta konan til að sigra bandarísku, bresku og kanadísku Ladies Amateur Golf meistaramótin.
Á ferli sínum vann hún 11 alþjóðlega titla á Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Skotlandi, þann síðasta vann hún árið 1924, 41 árs gömul. Dorothy fluttist til Kanada 1910 og 3 árum síðar fluttist hún til Bandaríkjanna, þar sem hún giftist Jack V. Hurd árið 1913. Hún vann marga titla sína sem frú J.V. Hurd en hún fékk lögskilnað frá Hurd 1923. Hún giftist Edward Howe, árið 1937 og skildi aftur 1943.
Hún vann meir en 700 titla á golfferli sínum. Hún dó í lestarslysi, þegar hún í andartaks gáleysi sá ekki lest sem kom aðvífandi og keyrði yfir hana.
Dorothy var tekin í kanadísku frægðarhöllina (ens.: Canadian Golf Hall of Fame) og frægðarhöll kylfinga (World Golf Hall of Fame) árið 1978.
Teighögg Dorothy 1909
Helstu sigrar Dorothy Iona Campbell Hurd Howe á golfsviðinu voru eftirfarandi:
▪ 1905 Scottish Ladies Championship
▪ 1906 Scottish Ladies Championship
▪ 1908 Scottish Ladies Championship
▪ 1909 United States Women´s Amateur Golf Championship. British Ladies Amateur Golf Championship
▪ 1910 United States Women´s Amateur Golf Championship, Canadian Women´s Amateur Golf Championship
▪ 1911 British Ladies Amateur Golf Championship, Canadian Women´s Amateur Golf Championship
▪ 1912 Canadian Women´s Amateur Golf Championship
▪ 1918 North and South Women´s Amateur Golf Championship
▪ 1920 North and South Women´s Amateur Golf Championship
▪ 1921 North and South Women´s Amateur Golf Championship
▪ 1924 United States Women´s Amateur Golf Championship
▪ 1938 U.S. Women’s Senior Championship
Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Pat Bradley,(frænka Keegan) 24. mars 1951 (62 ára); Andrés Jón Davíðsson, golfkennari, 24. mars 1968 (45 ára); Jason Dufner, 24. mars 1977 (36 ára); Elliot Saltman, 24. mars 1982 (einn skosku golfbræðranna – 31 árs); Maria Hernandez, 24. mars 1986 (27 ára) …. og …..
-
Golfklúbbur Kópavogs Og Garðabæjar (19 ára)
Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022