Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2013 | 09:30

Evróputúrinn: Kiradech Aphibarnrat sigraði á Maybank Malaysia Open

Hinn 23 ára Thaílendingur Kiradech Aphibarnrat  vann nú fyrr í morgun fyrsta titil sinn á Evrópumótaröðinnni, þ.e. eftir að Maybank Malaysia Open hafði verið stytt í 54 holu mót.

Aphibarnrat rétt náði að spila 2 holur í gær þegar mótinu var frestað vegna þrumuveðurs og kláraði hinar 16 í morgun og tókst að halda sínu gegn mun frægari nöfnum  Spáð var áframhaldandi þrumum og eldingum seinna um daginn og því var mótið stytt í 54 holur.

Samtals spilaði Aphibarnrat á 13 undir pari, 203 höggum (65 68 70).

 

„Þetta hefir mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Aphibarnrat þegar úrsltin lágu fyrir. „Ég þakka fjölskyldu minni, móður minni og föður fyrir allan stuðning þeirra.“

Einu höggi á eftir, í 2. sæti varð Edoardo Molinari frá Ítalíu. „Ég hef blendnar tilfinningar, en er ánægður að þetta er fyrsta góða vikan sem ég á í langan tíma,“ sagði hann. „Sveiflubreytingarnar eru farnar að borga sig sem kemur á óvart vegna þess að ég hélt að þetta myndi taka lengri tíma. Ég er hins vegar vonsvikinn vegna þess að ég átti mörg tækifæri á seinni 9.  Átjánda brautin er aðeins 2. brautin í dag sem ég hitti ekki sem voru mjög mikil vonbrigði. Mér finnst að eins og ég hefði fengið fugl á henni gæti ég hafa unnið, vegna þess að þetta setur mikla pressu á þann sem á eftir kemur.“

Daninn Anders Hansen varð í 3. sæti enn einu höggi á eftir á samtals 11 undir pari, 205 höggum (66 73 66) og var á besta skori dagsins, 66 höggum.

Loks urðu risamótssigurvegarinn Charl Schwartzel og hinn franski Victor Dubuisson í 4. sæti á samtals 10 undir pari, 206 höggum, hvor.

Nr. 3 á heimslistanum, Luke Donald, komst ekki í gegnum niðurskurð í gær.

Til þess að sjá úrslitin á Maybank Malysia Open SMELLIÐ HÉR: