Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2013 | 02:30

LPGA: Beatriz Recari sigraði á Kia Classic

Beatriz Recari frá Spáni sigraði á Kia Classic golfmótinu á Aviara golfvellinum í Carlsbad, Kaliforníu nú rétt í þessu.  Recari spilaði á samtals 9 undir pari, 279 höggum (69 67 69 74).  Hún var jöfn IK Kim (71 67 70 71) frá Suður-Kóreu eftir hefðbundnar 72 holur og varð því að koma til bráðabana milli þeirra.  Spila þurfti par-4 18. holuna tvisvar áður en úrslit fengust. Eftir 1. skiptið voru báðar á pari og í seinna skiptið fékk Beatriz glæsifugl en Kim tapaði á parinu.

Í 3. sæti urðu 3 kylfingar: Pornanong Phattlum frá Thaílandi og bandarísku kylfingarnir Mo Martin og Cristie Kerr allar á samtals 8 undir pari, 280 höggum, hver.

Heimsins besta, Stacy Lewis varð T-9, þ.e. deildi 9. sætinu ásamt 3 öðrum kylfingum á samtals 6 undir pari, 3 höggum á eftir sigurvegaranum Beatriz Recari.

Til þess að sjá úrslitin á Kia Classic SMELLIÐ HÉR: