Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2013 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik T-11 á Furman mótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið Eastern Tennessee State University (ETSU) léku á Furman Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 22.-24. mars s.l. og lauk í gær.  Spilað var á Furman University golfvellinum í Greenville, Suður-Karólínu.

Þátttakendur voru 126 frá 21 háskóla.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 222 höggum (72 74 76) og hafnaði í 33. sæti í einstaklingskeppninni, en sætinu deildi hann með 6 öðrum kylfingum, þ.e. varð T-33 (T er eiginlega stytting úr ensku og stendur fyrir „tied“ og þýðir að nokkrir leikmenn eða nokkur lið, a.m.k. fleira en 1, seú spyrt eða hnýtt saman í sætistölunni sem alltaf fylgir fyrir aftan).

Guðmundur Ágúst var á 3. besta skorinu í liði ETSU og taldi skor hans því í árangri ETSU liðsins, sem deildi 11. sætinu  með Winthrop háskóla, þ.e. varð T-11 í liðakeppninni.  Sjá má frétt á heimasíðu ETSU um Guðmund Ágúst með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá úrslitin á Furman Intercollegiate mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Guðmundur Ágúst og ETSU spila næst á Wofford Invitational mótinu í Spartanburg, Suður-Karólínu, dagana 15.-16. apríl n.k.