Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State luku leik í 2. sæti

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og golflið Texas State léku nú í vikunni á Challenge mótinu í Onion Creek, í Austin, Texas. Mótið fór fram dagana 1.-2. apríl 2013 (þ.e. s.l. mánudag/þriðjudag – Einhverra hluta vegna fórst fyrir að birta úrslitin fyrr hér á Golf1.is og er beðist afsökunar á því).

Þátttakendur vou 68 frá 13 háskólum.

Valdís Þóra lauk leik T-28, þ.e. jöfn 3 öðrum kylfingum í 28. sæti í einstaklingskeppninni. Valdís Þóra lék á samtals 15 yfir pari, 225 höggum (77 74 74) og var á 4. besta skori í liði Texas State, sem hafnaði í 2. sæti í liðakeppninni.  Skor Valdísar Þóru taldi því í glæsiárangri „The Bobcats“, golfliðs Texas State!!!

Næsta mót Valdísar Þór og Texas State er WAC sem fram fer 23.-25. apríl n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna í Challenge mótinu, í Onion Creek  SMELLIÐ HÉR: