Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2013 | 03:30

PGA: Horschel enn efstur

Fyrir lokahring Texas Valero Open er Billy Horschel enn efstur, en hann er búinn að leiða alla keppnisdagana og spennandi hvort honum takist að klára dæmið í kvöld – en hann er einn af „nýju strákunum“ á PGA Tour, sem vann sér inn kortið sitt á lokaúrtökumóti Q-school LPGA í desember á s.l. ári.

Billy er samtals búinn að spila á 10 undir pari, 206 höggum (68 68 70).

Öðru sætinu deila Jim Furyk og Charley Hoffman, 2 höggum á eftir Horschel, á samtals 8 undir pari, 208 höggum hvor; Furyk (69 70 69) og Hoffman (71 67 70).

Í 4. sæti eru síðan 3 kylfingar: Rory McIlroy, Bob Estes og Ryan Palmer, allir á samtals 6 undir pari, 210 höggum hver, 4 höggum á eftir Horschel.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Texas Valero Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags Texas Valero Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 3. dags á Texas Valero Open SMELLIÐ HÉR: