Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Camilla Lennarth – (38. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.

Auk þess hafa allar stúlkur verið kynntar, sem höfnuðu í sætum 7-30 í Lalla Aicha Tour School 2013. Nú er það sú sem varð í 6. sæti:

Fullt nafn: Camilla Lennarth.

Ríkisfang: sænsk.

Camilla Lennarth

Camilla Lennarth

Fæðingardagur: 16. júní 1988 (24 ára).

Fæðingarstaður: Stokkhólmur, Svíþjóð.

Áhugamál: Ræktin og verslunarferðir.

Gerðist atvinnumaður: Í janúar 2012.

Hæð: 1,74 m.

Hárlitur: ljóshærð.

Augnlitur: græn/blá augu.

Helstu áhrifavaldar í golfinu: Foreldrar og þjálfarar.

Menntun: var m.a. 1 ár í University of Alabama (í umhverfisrétti 2011).

Hápunktar á áhugamannsferli: Var í sænska landsliðinu (og European Team Champion með því 2008 og 2010. Lennarth var í Solheim Cup liði Evrópu 2004. Hún sigraði 2011 sem áhugamaður á sænsku atvinnumótaröðinni.

Atvinnumennskan: Lennarth byrjaði atvinnumannsferilinn með því að spila í 13 mótum á Symetra Tour og var besti árangur hennar þar í fyrra T-5 á Symetra Classic. Hún komst á LET 2012 á grundvelli stöðu á peningalista en spilaði ekki í neinum mótum. Hún fór því aftur í Q-school LET.

Staðan á Lalla Aicha Tour School 2013: 6. sætið!