Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 20:30

GG: Ólafur og Pétur Már sigruðu í Opna vormótinu

Um 40 kylfingar tóku þátt í Opnu vormóti sem fram fór á Húsatóftavelli í dag. Heldur kalt var í veðri og vindur. Aðstæður voru því erfiðar.

Aðeins 2 konur luku keppni,  Gerða Hammer, GG og Rut Sigurvinsdóttir, GSE.  Af þeim báðum stóð heimakonan sig betur var með 96 högg og 27 punkta).

Ólafur Sigurjónsson (Zico) úr GR sigraði í höggleiknum en hann lék á 77 höggum eða sjö höggum yfir pari.

Í punktakeppninni var það Pétur Már Finnson úr GR sem sigraði en hann fékk 29 punkta. Fannar Jónsson úr GG varð annar og Árni Bergur Sigurjónsson úr GKG varð þriðji.

Efstu menn í höggleik:
1. Ólafur Sigurjónsson GR 77 +7
2. Fannar Jónsson GG 78 +8
3. Jón Kristbjörn Jónsson GVG 81 +11

Efstu menn í punktakeppni:
1. Pétur Már Finnsson GR 29
2. Fannar Jónsson GG 28
3. Árni Bergur Sigurðsson GKG 27
4. Vitor Manuel Guerra Charrua GKJ 27

Nándarverðlaun:
7. braut – Hallgrímur Ólafsson GK, 2,5m
18. braut – Gerða Hammer GG, 6,73m