Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 19:38

GÞ: Ástríkur og Steinríkur sigruðu í Texas Scramble-inu í dag

Í dag fór fram á Þorláksvelli Opið Texas Scramble Vormót.  Ágætis aðstæður voru á Þorláksvelli og dagurinn góður, því þó snjóaði til fjalla var alveg autt við ströndina.  Þátttakendur voru 52 eða 26 lið.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti Ástríkur og Steinríkur (Ingvar og Svanur GÞ) 67 brúttó, forgjöf 3 = 64 betri á seinni 9 (-3)
2. sæti Stricker og Els (Jón Þorkell og Guðni Vignir GVS og GS )67 brúttó, forgjöf 3 = 64 (-2 á seinni)
3. sæti Hinir feðgarnir (Björgvin og Helgi Snær GK) 64 brúttó, forgjöf -2 = 66