Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2021 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Kristín Sól varð T-37 á NSE Women´s Golf Classic

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, hefir gengið til liðs við golflið Rodger State University í Claremore, Oklahoma.

Hún lék í sínu fyrsta móti í bandaríska háskólagolfinu 13.-14. september sl.

Mótið bar heitið „22nd Annual NSU Women’s Golf Classic“ og var mótsstaður The Club at Indian Springs í Oklahoma.

Þetta var frekar stórt mót – þátttakendur voru 93 frá 16 háskólum.

Kristín Sól gekk ágætlega varð T-37, lék á samtals 11 yfir pari, 155 höggum (78 77).

Kristín Sól spilaði sem einstaklingur í sínu fyrsta móti, en lið hennar Rodger State varð í 2. sæti í liðakeppninni!

Sjá má lokastöðuna á 22nd Annual NSU Women’s Golf Classic með því að SMELLA HÉR: