Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Björk Eggertsdóttir – 18. september 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Björk Eggertsdóttir. Steinunn er fædd 18. september 1960 og á því 61 árs árs afmæli. Steinunn er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og hefir m.a. átt sæti í sveit GKG í sveitakeppni GSÍ. Eins hefir Steinunn verið liðsstjóri í mörgum ferðum íslenska kvennalandsliða erlendis. Steinunn er skemmtileg og góður félagi eins og flestir geta borið vott um sem kynnst hafa Steinunni í fjölmörgum golfferðum erlendis sem hún hefir tekið þátt í, t.a.m. á Costa Ballena og Novo St. Petri.

Steinunn á 3 dætur: Gunnhildi, Kolbrúnu Eddu og Elísabetu.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan:

Steinunn Björk Eggertsdóttir (Innilega til hamingju með merkisafmælið!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ari Friðbjörn Guðmundsson, 18. september 1927 forystumaður í samtökum kylfinga um árabil; Ásgerður Gísladóttir, GHG, 18. september 1963 (58 ára) ; Svanur Sigurðsson, 18. september 1963 (58 ára); Guðlaugur Þorsteinsson, 18. september 1978 (43 ára); Guðjón Reyr Þorsteinsson, 18. september 1978 (43 ára); Bryggjan Akureyri …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is